NASA telur líklegt að framandi líf finnist innan 20 ára

NASA tilkynnti á dögunum um áætlanir sínar til að efla leit að framandi lífi

Vísindamenn NASA telja það ólíklegt að við séum einu íbúar alheimsins.
Alheimurinn Vísindamenn NASA telja það ólíklegt að við séum einu íbúar alheimsins.
Mynd: Shutterstock

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, telur að menn muni uppgötva líf utan jarðarinnar innan tveggja áratuga. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum stofnunarinnar á mánudag.

Þar kynntu forsvarsmenn NASA nýja áætlun er snýr að efldri leit að lífi á öðrum hnöttum, en til þess mun stofnunin nýta núverandi geimsjónauka auk þess sem að þeir kynntu nýjan gervihnött sem stofnunin mun taka í notkun árið 2017. Einnig mun geimsjónauki sem kenndur er við vísindamanninn James E. Webb, sem starfaði fyrir NASA og spilaði stórt hlutverk í Apollo-verkefni stofnunarinnar

Evrópa er eitt af sextán tunglum Júpíters, en það er talið vera líklegur staður til að finna framandi lífverur á.
Júpíter Evrópa er eitt af sextán tunglum Júpíters, en það er talið vera líklegur staður til að finna framandi lífverur á.

Vísindamenn stofnunarinnar telja að í vetrarbrautinni okkar einni séu yfir 100 milljón plánetur og tungl sem líf gæti þrifist á og bæta við að þetta sé hóflegt mat á fjöldanum.

„Ímyndið ykkur bara augnablikið, þegar við finnum hugsanleg merki um líf. Ímyndið ykkur þegar að mannkynið vaknar einn daginn og gerir sér grein fyrir að hinu langa tímabili einmanaleika þess sé lokið – að möguleiki sé á að við séum ekki eina lífið í alheiminum,“ sagði Matt Mountain, vísindamaður og forstöðumaður innan stofnunarinnar.

Kollegi hans, stjörnufræðingurinn Kevin Hand, bætti við að hann teldi líklegt að framandi líf muni finnast í geimnum innan tveggja áratuga og nefndi hann Evrópu, eitt af sextán tunglum plánetunnar Júpíters, sem líkleg heimkynni lífvera.

„Ég þori að fullyrða að flestir kollega minna sem staddir eru hér í dag telja það ólíklegt að við mannkynið séum ein á báti í þessum víðáttumikla alheimi,“ bætti annar vísindamaður á fundinum við.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.