Harpa ein af fimmtán fegurstu tónleikahöllum veraldar

Þýskt sérfræðifyrirtæki hrifið af tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í Reykjavík

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík skákar frægum byggingum á borð við Óperuhúsinu í Sydney.
Harpa þykir falleg Tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík skákar frægum byggingum á borð við Óperuhúsinu í Sydney.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa er ein af fimmtán fegurstu tónleikahöllum veraldar að mati þýska fyrirtækisins Emporis sem sérhæfir sig í söfnun gagna og upplýsinga um byggingar og byggingaverkefni víðs vegar um heiminn.

Heydar Aliyev Center í Aserbaídsjan kemst einnig á lista.
Sérstakt og glæsilegt Heydar Aliyev Center í Aserbaídsjan kemst einnig á lista.

CNN greinir frá þessu á vef sínum í dag.

Með því að komast á listann, með mörgum fallegustu byggingum sinnar tegundar í veröldinni, skákar Harpa þekktum byggingum á borð við Óperuhúsinu í Sydney sem er líklegast þekktasta kennileiti Ástralíu.

Hægt er að sjá listann hér fyrir neðan en byggingarnar í myndasýningu á vef CNN hér.

Hér má sjá lista Emporis yfir fallegustu tónleikahallir veraldar.
Fimmtán fallegustu Hér má sjá lista Emporis yfir fallegustu tónleikahallir veraldar.
Mynd: Emporis

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.