Snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð

Mikil mildi að enginn átti leið um þegar tvö snjóflóð lokuðu veginum í dag

Mikil mildi þykir að enginn var á ferð um veginn þegar snjóflóðin féllu.
Snjóflóð Mikil mildi þykir að enginn var á ferð um veginn þegar snjóflóðin féllu.
Mynd: Sæþór Atli Gíslason

Mikil mildi þykir að engin umferð hafi verið þegar tvö snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð í dag. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem DV fékk frá vegfaranda hefði hæglega getað farið illa ef einhver hefði átt leið um veginn þar sem snjóflóðin féllu.

Mynd: Mynd: Sæþór Atli Gíslason
Mynd: Mynd: Sæþór Atli Gíslason
Mynd: Mynd: Sæþór Atli Gíslason
Mynd: Mynd: Sæþór Atli Gíslason

Lögreglan á Ísafirði sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að um „tvær litlar spýjur“ hafi verið að ræða en hver getur dæmt fyrir sig af myndunum. n

Veginum var lokað um hríð meðan verið var að ryðja hann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.