Sendu óveðurs-selfie

Jóhannes Geir Guðnason og Birna Hjaltalín Pálmadóttir sendu þessa mynd frá Bolungarvík.
Jóhannes Geir Guðnason og Birna Hjaltalín Pálmadóttir sendu þessa mynd frá Bolungarvík.

Kafaldsbylur hylur nú norðanvert landið og má búast við norðan- og norðaustanátt, 15 til 23 metra á sekúndu, næsta sólarhringinn. Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir snjókomu Norðan- og Austanlands, annars úrkomulítið. Vægt frost, en hiti 0 til 5 stig syðst.

Er slæmt veður á þínu svæði? Sendu DV.is óveðurs-selfie á ritstjorn@dv.is eða merktu Instagrammynd með #ovedursselfie

Búast má við því að vind lægi smám saman á landinu á morgun en þó verður allhvöss norðanátt austast á landinu. Léttir til á Suður- og Suðvesturlandi á morgun, úrkomulítið norðan og austan síðdegis.

Sveinbjörn Hjálmarsson, betur þekktur sem Simbi í Hafnarbúðinni, sendi þessa selfie-mynd frá Ísafirði.
Sveinbjörn Hjálmarsson, betur þekktur sem Simbi í Hafnarbúðinni, sendi þessa selfie-mynd frá Ísafirði.

Hálka er á Hellisheiði og á Sandskeiði. Óveður er á Kjalarnesi. Hálka eða hálkublettir er nokkuð víða á Suðurlandi.
Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir. Hálka og skafrenningur er á Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði. Ófært er á Fróðárheiði og í Svínadal en þar er stórhríð. Óveður er í Staðarsveit.

Á Vestfjörðum er ófært og stórhríð á flest öllum leiðum þó er þæfingsfærð og óveður á nokkrum leiðum á láglendi. Snjóþekja og stórhríð er á Innstrandavegi.

Á Norðurlandi vestra eru hálkublettir eða snjóþekja á flestum leiðum. Hálkublettir, éljagangur og skafrenningur er í Húnavatnssýslum en snjóþekja og snjókoma í Skagafirði. Ófært og stórhríð er á Þverárfjalli, á Siglufjarðarvegi og í Héðinsfirði.
Á Norðurlandi eystra eru ófært og stórhríð á flestum leiðum austan Eyjafjarðar. Ófært og stórhríð er á Öxnadalsheið og þungfært í Öxnadal. Lokað er um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu.

Lokað er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði.

Á Austurlandi er snjóþekja á Fljótsdalshéraði en ófært er við Heiðarendann. Hálka og skafrenningur er á Fagradal og á Oddsskarði. Ófært er á Fjarðarheiði og á Vatnsskarði eystra. Greiðfært er frá Breiðdalsvík og með suðurströndinn.

Er slæmt veður á þínu svæði? Sendu DV.is óveðurs-selfie á ritstjorn@dv.is eða merktu Instagrammynd með #ovedursselfie

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.