Átök í Háskóla Íslands

Málstofa um blaðamennsku á átakasvæðum í Háskóla Íslands í dag

Blaðamaður DV var í Kasmír í sumar og upplifði sterka nærveru indverska hersins sem hefur algjört ægivald yfir héraðinu.
Átök í Kasmír Blaðamaður DV var í Kasmír í sumar og upplifði sterka nærveru indverska hersins sem hefur algjört ægivald yfir héraðinu.
Mynd: Jón Bjarki

Málstofan „Blaða- og fréttamennska á átakasvæðum" fer fram í stofu 132 í Öskju í Háskóla Íslands í dag. Starf fréttafólks er hvergi jafn hættulegt og á svæðum ófriðar, átaka og veikra lýðræðislegra stoða. Á fundinum munu þrír blaðamenn sem allir hafa starfað á átakasvæðum, Fahad Shah frá Kasmír, Jasmin Rexhepi frá Kosovo og Mazen Maarouf frá Líbanon ræða ástand mála í heimalandi sínu og reynslu sína sem blaðamenn á átakasvæðum. Þeir munu ræða hlutverk, starf og áskoranir sem blaðamenn mæta í leit sinni að upplýsingum til almennings við slíkar aðstæður.

er ljóðskáld og menningablaðamaður af palenstínskum uppruna með íslenskan ríkisborgararétt.
Mazen Maarouf er ljóðskáld og menningablaðamaður af palenstínskum uppruna með íslenskan ríkisborgararétt.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mazeen Maarouf er ljóðskáld og menningablaðamaður af palenstínskum uppruna með íslenskan ríkisborgararétt. Hann skrifaði með gagnrýnum hætti um menningu í Lebanon sem flóttamaður í landinu. Mazen varð fyrir vikið fyrir hótunum og miklum þrýstingi. Mazen gaf nýlega út ljóðabókina Ekkert nema strokleður og vinnur að þýðingu íslenskra bókmennta yfir á arabísku.

Jasmin Rexhepi er frá Kosovo og er viðskipta- og efnahagsblaðamaður sem ítarlega fjallaði um ferli einkavæðingar í landinu, eftir stofnun hins sjálfstæða ríkis, fyrir Gazeta Express. Blaðið er þekkt í heimalandinu fyrir áherslu á ítarlegar umfjallanir, fréttaskýringu og harkaleg leiðaraskrif. Jasmin flúði heimalandi undir ofsóknum og hótunum vegna skrifa sinna. Hann er hælisleitandi hér á landi.

Ritstjóri „The Kashmir Walla" mun ræða um ástandið í Kasmír.
Fahad Shah Ritstjóri „The Kashmir Walla" mun ræða um ástandið í Kasmír.
Mynd: Jón Bjarki

Fahad Shah er ritstjóri tímaritsins „The Kashmir Walla" en blaðið stofnaði hann upphaflega árið 2009 sem bloggsíðu þar sem sagðar voru sögur frá Kasmír. Síðan hefur þróast út í veftímarit sem fjallar um menningu, pólitík og átökin í Kasmír á krítískan hátt, en BBC og Al Jazeera hafa lofað miðilinn fyrir þá einstöku innsýn á lífið í Kasmír sem þar birtist. Tímaritinu er ætlað að segja sögur af dageglu lífi í Kasmír í skugga átaka og hernaðar. Efni blaðsins eru iðulega endurbirt í öðrum fjölmiðlum víða um heim.

Auk DV koma Blaðamannafélag Íslands, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Meistaranám í blaða- og fréttamennsku, Miðstöð Rannsóknarblaðamennsku, Nýlistasafn Íslands, og Grapevine, að viðburðinum.

er frá Kosovo og starfaði þar sem viðskipta- og efnahagsblaðamaður og fjallaði ítarlega um ferli einkavæðingar í landinu, eftir stofnun hins sjálfstæða ríkis, fyrir Gazeta Express. Hann er búsettur á Íslandi í dag.
Jasmin Rexhepi er frá Kosovo og starfaði þar sem viðskipta- og efnahagsblaðamaður og fjallaði ítarlega um ferli einkavæðingar í landinu, eftir stofnun hins sjálfstæða ríkis, fyrir Gazeta Express. Hann er búsettur á Íslandi í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.