„Hann ýtti mér niður á rúmið og hélt um hálsinn á mér“

Ver jólunum líklega í kvennaathvarfinu á meðan að ofbeldismaðurinn býr frítt í íbúðinni hennar - Hefur viðurkennt ofbeldi og fíkniefnaneyslu - Gallað kerfi

Ofbeldismaðurinn býr frítt á heimili konunnar, en hún varð að flytja í Kvennaathvarfið.
Býr í Kvennaathvarfinu Ofbeldismaðurinn býr frítt á heimili konunnar, en hún varð að flytja í Kvennaathvarfið.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Rósa hefur búið við heimilisofbeldi síðastliðin þrjú ár en hún óttast að hún muni þurfa að verja jólunum í Kvennaathvarfinu. Á meðan býr ofbeldismaður hennar frítt í íbúðinni hennar og heldur forræði yfir tveggja ára dóttur þeirra.

„Þegar við byrjuðum að búa saman tók ég fljótlega eftir því að hann átti við áfengisvandamál að stríða og ofbeldið hófst þegar ég var ólétt. Hann lamdi mig aldrei, heldur þrengdi hann að hálsinum á mér eða henti hlutum í mig.“ Af þessari ástæðu segist Rósa hafa verið lengi að viðurkenna fyrir sjálfri sér að hún hafi verið beitt ofbeldi.

„Þegar ég var komin nokkra mánuði á leið ýtti hann mér niður á rúmið og hélt um hálsinn á mér. Ástæðan var sú að ég var alltaf kvarta yfir því að hann væri alltaf úti að drekka á meðan ég var ólétt,“ segir Rósa um fyrstu skiptin sem hann beitti hana ofbeldi.

Síbrotamaður

Á þessum tíma var Rósa farin að heyra sögusagnir um manninn frá öðru fólki. Sögusagnirnar voru á þá leið að hann hefði margsinnis farið í meðferð, verið handtekinn fyrir líkamsárás og að barnsmóðir hans hefði ekki leyft honum að hitta þrettán ára dóttur sína frá því hún var tveggja ára. Þá á maðurinn langan sakaferil og hefur meðal annars verið dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás, þjófnað, fíkniefnalagabrot og nokkrum sinnum fyrir ölvunarakstur. Hann var síðast handtekinn í apríl síðastliðnum fyrir vörslu á fíkniefnum og fyrir að hafa undir höndum ólögleg vopn. Hann bíður þess nú að hefja afplánun í fangelsi fyrir dóm sem hann hlaut árið 2009.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.