Ásgeir Trausti, Guðrún Eva og Jakob Frímann styðja tónlistarkennara

„Staðan er grafalvarleg,“ segir Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara, í tilkynningu, en verkfall tónlistarkennara hefur staðið í 22 daga.

Nokkrir þekktir einstaklingar hafa stigið fram til þess að styðja við baráttu tónlistarkennara, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Ásgeir Trausti tónlistarmaður, Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur, Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, Brynhildur Guðjónsdóttir leikari, Steinunn Birna Ragnarsdóttir tónlistarstjóri Hörpu, Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, Ágúst Einarsson, prófessor og Bjarki Karlsson, rithöfundur ræða hér mikilvægi tónlistarnáms. Segjast tónlistarkennarar skynja að fólk styðji kröfur þeirra um jafnrétti í launasetningu.

„Við höfum verulegar áhyggjur af því hvert stefnir með tónlistarskólakerfið á Íslandi og tónlistarmenntun,“ segir Sigrún.

Í tilkynningunni segir að tónlistarkennurum séu enn settir óaðgengilegir afarkostir í kjaraviðræðunum, sem ógni faglegri getu tónlistarskóla til að uppfylla þau skilyrði að starfa samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla.

Verkfall FT - stikla 1 from Kennarasamband Íslands on Vimeo.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.