Fær ekki dagpeninga þrátt fyrir dómsúrskurð

Útlendingastofnun lokaði á framfærslu til hælisleitanda. Ákvörðunin dæmd ógild fyrir dómi.

Samuel Eboigbe hefur ekkert fengið endurgreitt frá Útlendingastofnun þrátt fyrir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi ógilt ákvörðun stofnunarinnar.
Ekkert endurgreitt Samuel Eboigbe hefur ekkert fengið endurgreitt frá Útlendingastofnun þrátt fyrir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi ógilt ákvörðun stofnunarinnar.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hælisleitandi sem sviptur var framfærslu sinni á ólögmætan hátt í nóvember í fyrra hefur ekki fengið framfærsluna endurgreidda. Hann var sviptur framfærslu á þeirri forsendu að hann dveldist ekki lengur í Reykjanesbæ. Hann hafði engan andmælarétt og þurfti því að fara með málið fyrir dómstóla. „Þau sögðu að ég mætti ekki eyða peningunum mínum annars staðar en í Reykjanesbæ, þess vegna hafi þau tekið af mér framfærsluna,“ segir Samuel Eboigbe í samtali við DV.

Samuel er frá Nígeríu en hann kom upphaflega hingað til lands í desember 2011. Mál hans var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 23. maí síðastliðinn en þar var ákvörðun Útlendingastofnunar um niðurfellingu framfærslunnar dæmd ógild. Nú fjórum mánuðum síðar hefur Samuel ekki ennþá fengið peningana sem hann á inni til baka. „Þau hafa ekkert endurgreitt mér ennþá og ég hef ekkert heyrt frá þeim,“ segir hann.

„Það er algjörlega óásættanlegt að það sé ekki búið að endurgreiða þetta,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur Samuels. Kerfið þurfi að bregðast við með sómasamlegum hætti þegar dómstólar komi með „áfellisdóma“ yfir ákvörðunum sem teknar eru.

Þetta er brot úr greininni sem birtist í heild sinni í helgarblaði DV. Áksirfendur geta lesið hana með því að smella á meira hér fyrir neðan

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.