Radford-hjónin miður sín: Misstu fóstur

Áttu von á sínu 17. barni – Stærsta fjölskylda Bretlands

Það ríkir mikil sorg á heimili Radford-hjónanna eftir að ljóst var að Sue hefði misst fóstur.
Stór fjölskylda Það ríkir mikil sorg á heimili Radford-hjónanna eftir að ljóst var að Sue hefði misst fóstur.

Radford-hjónin frægu, Sue og Noel, frá Morecambe á Englandi eru harmi slegin eftir að það kom í ljós að á dögunum að Sue hefði misst fóstur. Þau áttu von á sínu 17. barni í apríl næstkomandi en fjölskyldan er sú stærsta í Bretlandi og hefur af þeim sökum verið mikið í kastljósi fjölmiðlanna.

Greint var frá barnaláni Radford-hjónanna í DV á dögunum en síðan hafa hjónin greint frá því að í ljós hafi komið í tólf vikna sónar að þau hefðu misst fóstur. Þau fengu hin skelfilegu tíðindi aðeins degi eftir að hafa tilkynnt umheiminum að von væri á 17. barninu, aðeins 11 mánuðum eftir að það 16. kom í heiminn.

„Við erum gjörsamlega miður okkar. Orð ná ekki utan um harm okkar,“ segir í tilkynningu sem hjónin sendu breskum fjölmiðlum.

Hjónin eiga sjö dætur og níu syni; Chris er elstur, 24 ára, en síðan eiga þau börn sem eru 19, 18, 16 og 14 ára og tvö sem eru 12 ára. Yngstu börnin eru 10, 9, 8, 7, 5, 4, 3 og 2 ára auk Casper sem er ellefu mánaða. Í fyrra urðu Radford-hjónin svo amma og afi því elsta dóttir þeirra, hin 19 ára gamla Sophie, eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári.

Sue (38) og Noel (41) eiga og reka bakarí í Morecambe og búa í húsi sem áður var barnaheimili. Fjölskyldubíllinn er heldur ekki hefðbundinn því þau aka um á rútu til að ferja allan krakkaskarann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.