Skúli Mogensen: Báturinn er fundinn

Lofaði hálfri milljón í fundarlaun

„Báturinn er fundinn,“ skrifar fjárfestirinn Skúli Mogensen á Facebook-síðu sína sólarhring eftir að hann lofaði hálfri milljón króna í fundarlaun á Facebook ef hann fengi hraðbátinn sinn aftur. Bátnum var stolið úr læstum skúr í Hvammsvík í Hvalfirði síðastliðna helgi. „Vil þakka lögreglunni kærlega fyrir frábært starf svo og öllum þeim fjölda vísbendinga sem ég hef fengið undanfarinn sólarhring. Takk kærlega fyrir hjálpina lögregla, netverjar svo og aðrir heiðursborgarar,“ skrifar Skúli á Facebook.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.