Fær mögulega ríkisborgararétt

Þingmenn þriggja stjórnarandstöðuflokka flutningsmenn

hefur verið á flótta frá Bandaríkjastjórn í tvo mánuði
Edward Snowden hefur verið á flótta frá Bandaríkjastjórn í tvo mánuði

Að veita uppljóstraranum Edward Snowden ríkisborgararétt hefur verið sérstakt áhugamál Ögmundar Jónassonar á nýju þingi en hann hefur rætt um það bæði á Alþingi og á þingi Evrópuráðs. Ögmundur hvatti ríki Evrópu til að standa með Snowden í ræðu sinni á þingi Evrópuráðs í síðustu viku. Í dag varð svo úr því er hann ásamt þingmönnum Pírata, Vinstri græna og Samfylkingarinnar lagði fram frumvarp til laga um að Snowden fengi ríkisborgararétt. Helgi Hrafn Gunnarsson, Birgitta Jónsdóttir, Jón Þór Ólafsson, Ögmundur Jónasson, Páll Valur Björnsson og Helgi Hjörvar eru flutningsmenn frumvarpsins. Allir þingmenn Pírata eru flutningsmenn frumvarpsins enda eðlilegt í ljósi þess að samtökin Wikileaks hafa aðstoðað Snowden frá því að hann kom fram.

Snowden uppljóstraði eins og kunnugt er um PRISM njósnavef Bandaríkjanna í maí síðastliðinn og í kjölfar þess hefur komið fram að bandarísk stjórnvöld hafa njósnað um hundraði þúsunda bæði í Bandaríkjunum og erlendis. En sem komið er er staða Snowden óljós, en hann dvelur nú á flugvelli í Moskvu án ríkisfangs. Nýlega kom fram að ríkisstjórnir bæði Bólivíu og Ekvador stefndu á að veita Snowden ríkisborgararétt. Ef frumvarpið verður samþykkt mun Snowden fá íslenskan ríkisborgararétt tafarlaust. Ekki er víst hvort Alþing samþykki tillöguna en Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra sagði fyrir tveimur vikum að Snowden ætti ekki að fá sérmeðferð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.