„Enn og aftur bið ég samkynhneigt fólk afsökunar á þessum ummælum“

Segir ummæli byggð á mannfyrirlitningu

Salmann Tamini
Salmann Tamini

„Vegna viðtals við Ahmad Seddeq imam í Menningarseturs múslima, þá vill ég koma á framfæri fordæmingu minni og vanþóknun á yfirlýsingu hans á RÚV í gær, þar sem hann ásakaði samkynhneigt fólk um mannrán, rán á smábörnum og krökkum,“ segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi.

Fjallað var um múslima á Íslandi en Ahmad fer fyrir Menningarsetri múslima. Einnig er til Félag múslima á Íslandi sem er talið frjálslyndara en hitt. „[Samkynhneigð] hvetur til mannrána, rána á smábörnum og krökkum. Sem eru svo seld á markaði. Þetta hvetur til slíks,“ sagði Ahmad

Ahmad sagði í samtali við Spegil RÚV að börnum sé rænt og þau seld á marköðum svo samkynhneigðir geti ættleitt þau. Því sé samkynhneigð ekki viðurkennd.

Ahmad Seddeq Mynd: RÚV

Salmann segir að yfirlýsing hans sé ekki byggð á Íslam og að hún tengist því ekki á neinn hátt. „Yfirlýsing hans er ekki byggð á Íslam og tengist ekki Íslam á neinn hátt. Það stendur ekki í Kóraninum það sem hann ásakaði öðrum þegnum samfélagsins. Því miður, eykur svona hatursáróður sundrung og missæti í samfélaginu,“ segir Salmann og segist hafa í hvívetna varað við svona hugsunarhætti.

„Í lögum Félags múslima stendur skýrt að markmið félagsins er „að koma í veg fyrir hvers konar öfgar, ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða, Íslam eða annarra, og að efla virðingu fyrir og umburðarlyndi gagnvart öllum trúarbrögðum,” segir hann og bætir við að stjórn félags múslima hafi séð sig tilneydd á sínum tíma til að reka forstöðumenn svokallaðar Menningarsetur múslima frá Félag múslima og segir það hafa verið: „vegna svona ofstækis.”

„Við líðum ekki svona staðhæfingar sem eru ekki byggðar á neinum grunni nema mannfyrirlitningu og lýsir persónunni sjálfri sem er með svona ásakanir.

Enn og aftur bið ég samkynhneigt fólk afsökunar á þessum ummælum frá svokallaður Imam. Íslam er saklaus af þessum ásökunum hans,” segir Salmann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.