„Það átti með valdníðslu og bellibrögðum að ganga frá þessu máli“

Upp úr sauð á safnaðarfundi Krossins, þar sem kjósa átti nýjan forstöðumann

„Það átti með valdníðslu og bellibrögðum að ganga frá þessu máli,“  segir Gunnar, sem var forstöðumaður trúfélagsins frá 1979-2010.
Vill völdin á ný. „Það átti með valdníðslu og bellibrögðum að ganga frá þessu máli,“ segir Gunnar, sem var forstöðumaður trúfélagsins frá 1979-2010.
Mynd: © Kristinn Magnússon

Ekki fékkst botn í kosningu til forstöðumanns Krossins sem fram fór í kvöld. Gunnar Þorsteinsson bauð sig þar fram gegn dóttur sinni, Sigurbjörgu Gunnarsdóttir, en hún er sitjandi forstöðumaður trúfélagsins.

Sitjandi forstöðumaður. Sigurbjörg Gunnarsdóttir er sitjandi forstöðumaður og Gunnar faðir hennar býður sig fram gegn henni. Mynd: Mynd / Sigtryggur Ari Jóhannsson.

Upp úr sauð í kjölfar ágreinings um framkvæmd kosninganna. Gunnar vildi meina að um ólögleg umboð væri að ræða en einhverjir ætluðu að kjósa Sigurbjörgu fyrir hönd annarra safnaðarmeðlima; í umboði þeirra raunar.

Þetta vildi Gunnar ekki fallast á og segir að skýrt sé kveðið á um það í lögum safnaðarins að kjósendur þurfi að mæta í eigin persónu til þess að kjósa á safnaðarfundi.

„Það átti með valdníðslu og bellibrögðum að ganga frá þessu máli,“ segir Gunnar. Kosningunum var því frestað en til stendur að fá þriðja aðila, einhvern utan safnaðarins, til þess að meta framkvæmd kosninganna þar sem engin sérstök áfrýjunarnefnd um svona mál er innan safnaðarins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.