„Kirkjupólitík er miklu verri en venjuleg pólitík“

Fjölskyldustríð í Krossinum

Gunnar Þorsteinsson, betur þekktur sem Gunnar í Krossinum, sækist nú aftur eftir því að verða forstöðumaður trúfélagsins.
Gunnar Þorsteinsson, betur þekktur sem Gunnar í Krossinum, sækist nú aftur eftir því að verða forstöðumaður trúfélagsins.
Mynd: © Kristinn Magnússon

„Kirkjupólitík er miklu verri en venjuleg pólitík. Þar berjast bræður og systur og vinaböndum er varpað fyrir róða til að ná sínu fram,“ segir Georg Viðar Björnsson, stjórnarmeðlimur Krossins, um stjórnarkosningu safnaðarins sem fram fer í dag. Baráttan stendur reyndar ekki á milli bræðra og systra heldur eru það feðgin, Gunnar Þorsteinsson og Sigurbjörg Gunnarsdóttir, sem bítast um æðstu völd krossins; embætti forstöðumannsins

Allt frá því að Gunnar hrökklaðist frá völdum í Krossinum árið 2010, vegna ásakana sjö kvenna á hendur honum um kynferðisglæpi, hefur mikil ólga ríkt innan safnaðarins. Eins og DV greindi frá síðastliðið sumar þá sauð upp úr á síðasta aðalfundi. Á fundinum bauð Gunnar sig fram til stjórnarsetu, en hlaut ekki brautargengi. Að sögn heimildamanna var ástæða dræmrar kosningar Gunnars ekki síst framganga Sigurbjargar. Rétt áður en atkvæði voru greidd, kvaddi Sigurbjörg sér hljóðs og hvatti fundarmenn til að kjósa föður sinn ekki. Þung orð voru látin falla á fundinum.

Nánar um málið má lesa í DV í dag.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.