Stórar útgerðir standa mjög vel

Aðeins 4 fyrirtæki af stærstu 25 í slæmri skuldastöðu

Stærstu 25 útgerðarfyrirtækin standa almennt mjög vel, sérstaklega þau allra stærstu. Þó er staða þeirra misjöfn. Þau sem eru verst stödd eiga það flest sammerkt að hafa farið illa út úr áhættusömum fjárfestingum í aðdraganda bankahrunsins.
Stöndug stórfyrirtæki Stærstu 25 útgerðarfyrirtækin standa almennt mjög vel, sérstaklega þau allra stærstu. Þó er staða þeirra misjöfn. Þau sem eru verst stödd eiga það flest sammerkt að hafa farið illa út úr áhættusömum fjárfestingum í aðdraganda bankahrunsins.

Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda er mikið hitamál. Þegar þessi orð eru rituð hafa 34 þúsund manns skrifað undir áskorun til Alþingis um að falla frá lækkuninni en stjórnvöld standa enn fast á sínu. Ein helst röksemdin fyrir lækkun veiðigjalda hefur verið sú að sjávarútvegsfyrirtæki geti ekki staðið undir þeirri gjaldtöku sem gert er ráð fyrir í gildandi lögum. Eins og fram hefur komið er áætlað að lækkunin hafi í för með sér tæplega 10 milljarða tekjutap fyrir ríkissjóð á tveimur árum.

Hátt í 80 prósent aflaheimilda sem útdeilt er á ári hverju eru í höndum 25 stærstu útvegsfyrirtækja landsins. Því er augljóslega mikilvægt að meta stöðu þessara 25 fyrirtækja þegar reynt er að áætla getu greinarinnar til að standa undir veiðigjöldunum. Í því skyni hefur DV unnið úttekt á stöðu stærstu útgerða landsins og byggir hún að miklu leyti á rannsóknum Stefáns B. Gunnlaugssonar, dósents við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri.

Dósent í viðskiptafræði Stefán B. Gunnlaugsson hefur rannsakað áhrif nýrra laga um veiðigjöld, annars vegar á 25 stærstu útvegsfyrirtækin og hins vegar minni útgerðir.

Skuldastaða fárra fyrirtækja skekkir myndina
Ljóst er að staða íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja er æði ólík innbyrðis. Sum þeirra eru vafin skuldum en önnur svo gott sem skuldlaus. Þegar málið er kannað betur kemur þó í ljós að aðeins 4 af stærstu 25 fyrirtækjunum eiga í verulegum fjárhagsvanda. Hin fyrirtækin standa vel eða mjög vel ef marka má niðurstöður Stefáns, sem finna má í umsögn hans við veiðigjaldafrumvarpið. Því kann slæm skuldastaða fárra fyrirtækja að skekkja heildarmyndina þegar reynt er að meta getu stóru útgerðanna til að standa undir veiðigjaldinu.

En hvaða fyrirtæki standa verst? Ef gögn Stefáns eru borin saman við nýjustu ársreikninga fyrirtækjanna kemur í ljós að um er að ræða meðalstór fyrirtæki sem öll eru staðsett á vesturhluta landsins. Fyrirtækið Soffanías Cecilsson hf. í Grundarfirði stendur gríðarlega illa og virðist rekstur þess í algjörum ólestri. Þá eiga fyrirtækin Nesfiskur ehf. í Garði, Bergur-Huginn ehf. í Vestmannaeyjum og Fiskkaup hf. við mikinn skuldavanda að glíma. Önnur fyrirtæki standa mun betur, einkum og sér í lagi þau fyrirtæki sem raða sér í tíu efstu sætin yfir stærstu útgerðir landsins og eiga samanlagt rúmlega helming allra aflaheimilda.

Í miðvikudagsblaði DV er að finna nánari úttekt á skuldastöðu þeirra fyrirtækja sem verst standa samkvæmt mati Stefáns. Þar er einnig greint frá helstu orsökum vandans í hverju tilfelli fyrir sig. Ljóst er að þar ráða áhættusamar fjárfestingar í aðdraganda bankahrunsins mestu auk þess sem sum fyrirtækjanna skulduðu háar fjárhæðir í erlendri mynt og urðu því fyrir miklu tjóni við hrun krónunnar.

Þetta er aðeins brot úr umfjöllun DV um stöðu stóru útgerðarfyrirtækjanna. Áskrifendur geta lesið greinina í heild sinni með því að smella á „Meira“ hér að neðan.

Tengdar fréttir:
„Þetta er líklega versti skatturinn til að lækka“
Þrjátíu þúsund undirskriftir á þremur sólarhringum
Friðrik stingur upp á fjórum milljörðum
Þessar útgerðir standa verst

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.