Bergsteinn Sigurðsson hættir á Fréttablaðinu

„Það er kominn tími til að skipta um“

Bergsteinn Sigurðsson blaðamaður hefur sagt upp störfum á Fréttablaðinu. Að sögn Bergsteins eru tæplega tvær vikur síðan hann sagði upp störfum hjá Fréttablaðinu og er hann að fara að skipta um starfsvettvang en getur þó ekki greint frá því að svo stöddu hvað hann er að fara að starfa við. Hann á þó von á spennandi tímum í nýju starfi.

„Ég er búinn að vera hérna í níu ár og það er kominn tími til að skipta um,“ segir Bergsteinn í samtali við DV.is um málið.

Í síðustu viku greindi DV frá því að Kolbeinn Óttarsson Proppé, blaðamaður Fréttablaðsins, hefði sagt starfi sínu lausu hjá 365 miðlum. DV hefur einnig greint frá því að þeir Þórður Snær Júlíusson og Magnús Halldórsson, sem sögðu upp hjá 365 miðlum í vetur, ætli sér að koma á fót eigin fjölmiðlafyrirtæki ásamt nokkrum öðrum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.