Leifur bíður eftir heppilegu veðri

Heldur á Everest og stefnir á að ná toppnum í næstu viku.

Leifur Örn Svavarsson bíður nú eftir heppilegum veðurglugga til þess að hefja gönguna á Everest tind. (Mynd: Leifur Örn)
Beðið eftir veðurglugganum. Leifur Örn Svavarsson bíður nú eftir heppilegum veðurglugga til þess að hefja gönguna á Everest tind. (Mynd: Leifur Örn)
Mynd: Leifur Örn Svavarsson

„Eins og spáin lítur út núna er það stuttur gluggi um næstu helgi en síðan virðist ætla að verða skaplegt veður í vikunni þar á eftir,“ segir Leifur Örn Svavarsson sem nú bíður í grunnbúðum Everest eftir heppilegu veðri til þess að halda áfram upp fjallið.

Leifur hefur verið í hæðaaðlögun í grunnbúðunum.

„Það verður tveggja daga gangur upp í efri grunnbúðir og það er rétt að taka einn hvíldardag þar áður en lagt er í fjallgönguna sjálfa. Ég hugsa að ég leggi af stað upp í efri grunnbúðir á morgun (í dag) til þess að vera nær og geta brugðist hraðar við þegar spáð er góðu veðri. Það er of snemmt að segja til um væntanlegan toppadag en ef veðurspáin eins og hún er núna stenst þá líta dagarnir 22.-23. mái ágætlega út.“

Hægt er að fylgjast með leiðangri Leifs á Everest hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.