Ekkert frum­varp um stað­göngu­mæðrun

„Þetta hefur tekið mun lengri tíma en við reiknuðum með“

Mynd: Mynd Eyþór Árnason

„Ég verð að viðurkenna að ég er ekki nákvæmlega með stöðuna á þessu máli í dag,“ sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra aðspurður um stöðu vinnu starfshóps sem myndaður var til að undirbúa löggjöf um staðgöngumæðrum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurðist fyrir um stöðu málsins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þingi.

„Þetta hefur tekið mun lengri tíma en við reiknuðum með,“ sagði Guðbjartur og bætti við að hann teldi ekki líkur á að frumvarp um staðgöngumæðrum verði lagt fyrir þingið fyrir kosningar. Starfshópurinn var settur á fót 11. september síðastliðinn en hann skipa tveir lögfræðingar og einn siðfræðingur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.