Þorvaldur leiðir Lýðræðisvaktina í Reykjavík norður

Egill Ólafsson í öðru sæti

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Vaktstjórinn, eða formaðurinn, Þorvaldur Gylfason er í fyrsta sæti á lista Lýðræðisvaktarinnar fyrir komandi kosningar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Egill Ólafsson tónlistarmaður vermir annað sæti listans. Í þriðja sætinu er Sigríður Ólafsdóttir lífefnafræðingur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lýðræðisvaktinni.

Þar kemur einnig fram að flokksmenn séu að leggja lokahönd á alla lisat fyrir þingkosningarnar í apríl og að þeir verði gerðir opinberir á næstu dögum. Stefnt er að framboði í öllum kjördæmum.

Efstu sex sæti listans:

1. Þorvaldur Gylfason - Prófessor og fv. stjórnlagaráðsfulltrúi

2. Egill Ólafsson - Tónlistarmaður

3. Sigríður Ólafsdóttir    - Lífefnafræðingur

4. Viktor Orri Valgarðsson - Stjórnmálafræðingur

5. Jenný Stefanía Jensdóttir - Viðskiptafræðingur

6. Arnfríður Guðmundsdóttir - Prófessor og fv. stjórnlagaráðsfulltrúi

Mynd: © Eyþór Árnason

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.