Þau skipa Lýðræðisvaktina: Þorvaldur er vaktstjóri

Prófessor, dýravinur og læknir meðal stjórnarmanna

Lýðræðisvaktin, nýr stjórnmálaflokkur, varð til um helgina, líkt og DV greindi frá

Í tilkynningu frá flokknum í morgun segir að helstu markmið Lýðræðisvaktarinnar séu „að koma landinu upp úr þeim efnahagslega öldudal sem það er í, lyfta því undan oki sérhagsmuna og tryggja að Alþingi samþykki nýja stjórnarskrá í samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í haust“

Á stofnfundi var stjórn Lýðræðisvaktarinnar kosin sem hér segir:

Vaktstjóri:  Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði

Bakvaktastjóri:  Sigríður Ólafsdóttir, lífefnafræðingur

Aðalritari:  Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, viðskiptafræðingur

Meðstjórnendur: 

Rannveig Höskuldsdóttir, verkakona

Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor í guðfræði

Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og dýravinur

Lýður Árnason, læknir

 

Lýðræðisvaktin hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum í alþingiskosningunum í vor og mun kynna stefnuskrá sína og framboðslista von bráðar. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.