„Þetta var mjög pólitísk ráðning“

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi segir að forstjóri Hörpunnar sé ekki besti maðurinn í starfið

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ráðning Halldórs Guðmundssonar, forstjóra Hörpunnar, hafi verið pólitísk. 

„Það vissu allir að rekstur Hörpu yrði þungur fyrstu árin. Það var talað um það í hópi borgarfulltrúa og eflaust alþingismanna líka að það yrði að fá einhvern mjög fínan rekstrarmann til að reka hana og stjórna. Bæði til að halda kostnaði í hófi og til að laða sem flesta gesti inn í húsið.“

Kjartan telur að Halldór Guðmundsson sé ekki besti maðurinn til að reka tónlistar- og ráðstefnuhús af þeirri stærðargráðu sem Harpa er. „Það var ekki gefið upp hverjir sóttu um. Það voru tugir manna sem sóttu um og ég veit að í hópi þeirra voru nokkrir mjög flinkir rekstarmenn sem ég veit að hefðu getað gert góða hluti.“ Listi yfir umsækjendur hefur ekki verið gerður opinber en Kjartan segir stjórnendur Hörpu hafa skýlt sér bak við að um væri að ræða opinbert fyrirtæki sem ekki heyrði undir stjórnsýslulög.

Kjartan vonast þó til að Halldór, sem hann segist hafa miklar mætur á, muni gera góða hluti. „Ráðning Halldórs lyktaði bara því miður af spillingu. Þetta var mjög pólitísk ráðning. Pólitískasta ráðning kjörtímabilsins.“

Þá bendir Kjartan á að helmingur 36 starfsmanna Hörpu hafi einhverja stjórnunar- eða yfirmannstitla og veltir því fyrir sér hvort fastir starfsmenn þurfi að vera svona margir.

Áskrifendur geta lesið greinina í heild sinni með því að smella á „Meira“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.