„Þeir töpuðu trúverðugleikanum og munu ekki endurheimta hann“

Egill Helgason segir að slúðri hafi verið dreift á síðunni ljost.is

Egill Helgason segir að AWP hafi tapað trúverðugleikanum korteri eftir að síðan var sett upp.
Trúverðugleikinn farinn Egill Helgason segir að AWP hafi tapað trúverðugleikanum korteri eftir að síðan var sett upp.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„AWBP eru amatörar í WikiLeaks leik. Þeir töpuðu trúverðugleikanum kortéri eftir að þeir byrjuðu og munu ekki endurheimta hann,“ segir Egill Helgason um samtökin Associated Whistleblower Press, sem standa á bak við síðuna ljost.is.

Á síðunni var birt mikið magn af gögnum frá Glitni en gögn um hlutafjáreign Bjarna Benediktssonar í Glitni misskilin. Fullyrt var að Bjarni hafi skuldað Glitni fimm milljarða árið 2007 en gögnin sem vitnað var í fjölluðu um handveðsetta hluti.

„Í viðtali við Grapevine sem var tekið í haust segjast þeir ætla að koma upp liði til að rýna í skjöl sem þeir birta. Hafi það gerst, bendir ekkert til þess að kunnáttumenn hafi verið á ferð. Þeir segjast ekki ætla að dreifa slúðri – en það er nákvæmlega það sem gerðist,“ segir Egill enn fremur í pistli sem hann birtir á bloggi sínu á Eyjunni.

„Þeir segjast heldur ekki ætla að reiða sig á viðurkennda fjölmiðla til að koma efninu á framfæri, eins og WikiLeaks gerði í samstarfi við Guardian, Le Monde, New York Times, El Pais og fleiri miðla. En uppákoma gærdagsins sýnir að AWBP hefði einmitt þurft á aðstoð alvöru blaðamanna að halda.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.