„Ótrúlegar rangtúlkanir“

Bjarni Ben segir viðbrögð bloggara við lekagögnum sýna glöggt hversu langt sumir gangi til að koma höggi á sig

Bjarni Benediktsson segir að það séu „ótrúlegar rangtúlkanir“ að hann hafi verið þrettándi stærsti hluthafi Glitnis fyrir hrun.
Ótrúlegar rangtúlkanir Bjarni Benediktsson segir að það séu „ótrúlegar rangtúlkanir“ að hann hafi verið þrettándi stærsti hluthafi Glitnis fyrir hrun.
Mynd: Reuters

„Ótrúlegar rangtúlkanir á lekagögnum um Glitni, og viðbrögð við þeim hjá bloggurum, sýna ágætlega hve langt margir eru reiðubúnir að ganga til að koma höggi á þá sem þeir hafa skilgreint sem óvini sína,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

Bjarni gagnrýnir á Facebook-síðu sinni að ritstjórar síðunnar ljost.is hafi dregið þá ályktun að hann hafi verið með 5 milljarða króna lán hjá Glitni fyrir hrun. Var það misskilningur á gögnunum en Bjarni skuldaði 174 milljónir króna samkvæmt rannsóknarskýrslu Alþingis og var því langt frá því að vera með stærstu lántakendum hjá Glitni.

„Ábyrgðarmenn síðunnar hafa nú fjarlægt lygina um að ég hafi tekið milljarða að láni. Þeir segjast hins vegar standa fast á því að ég hafi verið 13. stærsti hluthafinn í bankanum fyrir hrun (Citibank var 10. stærsti í lok árs 2007 með rúmlega 6,6 milljarða hlut). Þetta er önnur lygin á tveimur dögum frá þessu fólki,“ segir Bjarni enn fremur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.