„Hr. Ármannsson hefur ekki greitt húsaleigu allt árið 2007“

Ósáttur leigusali sagði að brátt væri tími á „róttækari aðgerðir“

Bjarni Ármannsson lét bankann greiða leiguna, samkvæmt gögnunum.
Greiddi ekki leiguna Bjarni Ármannsson lét bankann greiða leiguna, samkvæmt gögnunum.

Bankinn endaði á að greiða leiguna í þessu húsi fyrir Bjarna.
Leiguhúsnæðið Bankinn endaði á að greiða leiguna í þessu húsi fyrir Bjarna.
Mynd: Google Street View

„Hr. Ármannsson hefur ekki greitt húsaleigu allt árið 2007. Ég hef í óteljandi skipti reynt að innheimta peninginn, en án árangurs. Nú fer brátt að koma tími á róttækari aðgerðir. En fyrst vildi ég leita til þín þar sem ég hef heyrt að þið þekkist,“ segir í bréfi frá leigusala Bjarna Ármannssonar í Osló.

Bréfið er að finna í umfangsmiklum gagnaleka frá Glitni sem birtur er á vefsíðunni ljost.is. Í skjölunum kemur fram að Bjarni hafi látið bankann greiða persónulegan kostnað sinn, þar á meðal leigu á ótilgreindu húsnæði sem leigusalinn reyndi að innheimta. Líklega hafði Bjarni ekki aðsetur á ofangreindum stað enda var leigan 53 þúsund krónur íslenskar á mánuði miðað við gengi dagsins í dag.

Bjarni á hús á besta stað í Osló nærri því skuldlaust, við aðra götu en leiguhúsnæðið stendur við.

Í gögnunum má sjá að eftir umleitanir leigusalans hafi Glitnir að endingu greitt leiguna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.