Segja Glitni hafa greitt fyrir persónuleg útgjöld Bjarna

Mikið magn frumgagna sem tengjast starfsemi Glitnis fyrir hrun birt í dag

Glitnir borgaði persónulegan kostnað forstjórans samkvæmt lýsingu AWP á gögnunum
Bjarni Ármannsson Glitnir borgaði persónulegan kostnað forstjórans samkvæmt lýsingu AWP á gögnunum

Vefsíðan Ljóst.is birti í dag mikið magn frumgagna sem tengjast starfsemi Glitnis fyrir hrun. Uppljóstrunarsamtökin Associated Whistle-Blowing Press ber ábyrgð á birtingu gagnanna. AWP mun birta nokkra aðra svipaða gagnapakka um starfsemi bankans á næstunni, að eigin sögn.

Á kynningarsíðu gagnapakkans er sagt að skjölin geymi nákvæmar upplýsingar um stærstu lántakendur bankans, hagsmunaaðila og hreyfingu á hlutabréfum árin 2007 og 2008.

„Þetta skjalasafn færir sönnur á að lítill hópur einstaklinga og fyrirtækja með sterk tengsl við kjarnahluthafa hafi fengið stórar fjárhæðir lánaðar frá bankanum, oft án næganlegra trygginga.“ Þar segir einnig að skjölin veiti nákvæma innsýn inn í samskipti og viðskipti margra áhrifamikilla einstaklinga sem hafi verið í fararbroddi íslensks viðskipta- og stjórnmálalífs fyrir hrun.

Gögnin eiga að innihalda tölvupósta, kvittanir og fleira sem sýna að Glitnir greiddi ýmsan persónulegan kostnað þáverandi forstjóra bankans, Bjarna Ármannssonar, á meðan hann bjó í Noregi.

Hér má nálgast gögnin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.