Nýr stjórnarformaður FME umsvifamikill

Tengist fimm eignarhaldsfélögum. Hætti snögglega hjá Straumi.

Halla Sigrún Hjartardóttir er umsvifamikil í viðskiptalífinu en hún var nýlega skipuð stjórnarformaður FME.
Umsvifamikil Halla Sigrún Hjartardóttir er umsvifamikil í viðskiptalífinu en hún var nýlega skipuð stjórnarformaður FME.

„Ég hætti hjá Straumi af því mig langaði að fara í önnur verkefni, meðal annars tók ég að mér stjórnarformennsku í Fjarðarlaxi […] Ég var búinn að vera í fyrirtækjaráðgjöf í tólf ár,“ segir Halla Sigrún Hjartardóttir, fjárfestir og nýskipaður stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, aðspurð um ástæður þess að hún lét af störfum hjá fjárfestingarbankanum Straumi í október síðastliðnum. Fjarðarlax er laxeldisfyrirtæki á Tálknafirði.

Greint var frá skipun Höllu Sigrúnar í starf stjórnarmanns Fjármálaeftirlitsins þann 21. desember síðastliðinn og var það Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem skipaði hana í starfið.

Síðustu mánuði hafa gengið sögur um ástæður starfsloka Höllu Sigrúnar hjá Straumi en hún hafði starfað þar í tvö ár. Þar áður hafði hún unnið hjá Íslandsbanka frá 2002 til 2011. Sögursagnirnar sem um ræðir tengjast meðal annars olíufélaginu Skeljungi og einu af dótturfélögum þess, P/F Magni í Færeyjum, sem var í eigu olíufélagsins að ríflega 33 prósenta leyti. Stærsti hluthafi Magns var eignarhaldsfélagið Hedda ehf. sem keypti hlutinn af fjárfestingarfélagi Pálma Haraldssonar, Fons ehf., en það félag átti tæplega 67 prósent í Skeljungi. Sögusagnirnar ganga út á að Halla Sigrún hafi átt hlut í umræddu olíufélagi í Færeyjum.

Áskrifendur geta lesið fréttina í heild sinni með því að smella á „Meira“.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.