„Farðu heim til þín, þú tilheyrir ekki þessum stað“

Leituðu að Tony en handtóku afganskan flóttamann fyrir að segja ekki til nafns - Tilefnislaus og ólögmæt handtaka segir lögmaður

Yusuf Mahdavi frá Afganistan var handtekinn og færður í fangageymslur þegar lögreglan leitaði að Tony Omos. Honum fannst kalt í klefanum en lögreglumenn tjáðu honum að svona væri Ísland.
Kalt í klefanum Yusuf Mahdavi frá Afganistan var handtekinn og færður í fangageymslur þegar lögreglan leitaði að Tony Omos. Honum fannst kalt í klefanum en lögreglumenn tjáðu honum að svona væri Ísland.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Yusuf Mahdavi, 23 ára hælisleitandi frá Afganistan, flúði heimalandið þegar hann var sex ára. Talibanar réðust inn í þorpið hans í Wardak-héraði árið 1996 og drápu þorpsbúa. Yusuf man óljóst eftir atburðunum en gleymir því þó aldrei að þennan dag var faðir hans drepinn. Þá hvarf bróðir hans og hefur ekki sést til hans síðan. Yusuf, móður hans og systkinum tókst hins vegar að flýja úr þorpinu og til Íran. Það vakti upp gamlar minningar þegar hann var nýlega handtekinn að tilefnislausu á heimili sínu og færður í fangageymslu lögreglu.

„Farðu heim til þín, þú tilheyrir ekki þessum stað,“ sagði íslensk lögreglukona við Yusuf þar sem hann sat handjárnaður í lögreglubíl á leiðinni upp á lögreglustöðina Hverfisgötu. Yusuf hafði verið handtekinn inni á heimili sínu, af lögreglumönnum sem leituðu að Tony Omos sem vísa átti úr landi. Tony fannst ekki heima hjá Yusuf en hann og félagi hans voru hins vegar handteknir og færðir í fangageymslur lögreglunnar þar sem þeir máttu dúsa í fjórtán tíma án þess að fá að tala við lögmenn. Félagi Yusuf segist hafa fengið sömu skilaboð frá lögreglunni – að hann ætti að fara heim til sín þar sem hann tilheyrði ekki Íslandi.

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Yusuf, segist telja handtökuna tilefnislausa og ólögmæta, en hún hefur kært málið til ríkissaksóknara. DV sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrirspurn vegna málsins en þar á bæ sögðust menn ekki geta tjáð sig um einstök mál.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hælisleitendur áreittir

DV hefur fjallað um leit lögreglunnar að Tony Omos að undanförnu en samfélag flóttamanna á Íslandi fór ekki varhluta af henni. Fóru lögreglumenn meðal annars ítrekað heim til barnsmóður hans, Evelyn Glory Joseph, og tjáðu henni að lögreglan myndi koma daglega þangað til Tony kæmi úr felum. „Ég vil fara úr felum vegna þess að lögreglan er farin að áreita fólk út af mér,“ sagði Tony í samtali við DV stuttu áður en hann gaf sig fram við innanríkisráðuneytið á föstudag. Yusuf talar einnig um áreiti lögreglunnar í þessu samhengi en DV hefur rætt við fleiri hælisleitendur sem fengu heimsóknir frá lögreglunni vegna Tonys. „Ég vil bara að þeir hætti. Þeir eru farnir að áreita fólk, sérstaklega konur og konur með börn. Þeir koma þangað klukkan tíu á kvöldin,“ sagði Tony við DV.

Í helgarblaði DV er að finna ítarlegt viðtal við Yusuf. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér á vefnum.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.