Harpa stendur aldrei undir stofnkostnaði

Rekstur Hörpu fer batnandi

Samkvæmt samningi sem gerður var árið 2006 skuldbundu ríki og borg sig til að greiða samtals 24 milljarða króna á verðlagi 2006 til rekstur og byggingar hússins. Heildarkostnaður við bygginguna er nú metinn um 17,5 milljarðar.
Ódýrara Samkvæmt samningi sem gerður var árið 2006 skuldbundu ríki og borg sig til að greiða samtals 24 milljarða króna á verðlagi 2006 til rekstur og byggingar hússins. Heildarkostnaður við bygginguna er nú metinn um 17,5 milljarðar.

Viðsnúningur hefur orðið í rekstri tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á undanförnum mánuðum og er útlit fyrir að tap af daglegum rekstri hússins, að greiðslu fasteignaláns undanskildu, nemi fasteignagjöldunum sem greiða þarf að húsinu. Þetta kemur fram í níu mánaða uppgjöri hússins og útkomuspá ársins sem byggir á því. Forsvarsmenn hússins reka nú mál fyrir dómstólum vegna fasteignagjaldanna til að fá þau lækkuð. Milljarður fer árlega í að greiða niður lán sem tekið var vegna byggingar hússins og er ólíklegt að reksturinn standi nokkurn tímann undir þeim kostnaði.

Snerta ekki milljarðinn

Milljarðurinn sem fer í að greiða niður byggingu hússins kemur aldrei inn í reksturinn. Upphæðin er stærstur hluti þess framlags sem ríkið og Reykjavíkurborg veita inn í húsið en í ár var 160 milljónum veitt aukalega til Hörpu vegna fasteignagjaldanna. Húsið er í 46 prósenta eigu Reykjavíkurborgar en ríkið fer með 54 prósenta eignarhlut. Kostnaðurinn við húsið skiptist í þessum hlutföllum á milli aðilanna. Inni í þessum tölum er hins vegar ekki framlag sem þessir aðilar veita föstum leigjendum í húsinu, sem eru Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenska óperan. Báðir aðilar eru á fjárlögum og Sinfónían fær tæpar 170 milljónir frá borginni.

Einn stjórnarmanna Hörpu, Haraldur Flosi Tryggvason, hefur viðrað hugmyndir sínar um að leggja starfsemina í húsinu einfaldlega niður til að spara kostnað. Þær hugmyndir hefðu hins vegar ekki áhrif á framlag eigenda nema að litlu leyti, ekki væri hægt að komast undan kostnaðinum við húsbygginguna en ólíklegt verður að teljast að einhver einkaaðili væri tilbúinn til að kaupa húsið.

Áskrifendur geta lesið fréttina í heild sinni með því að smella á „Meira“.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.