„Það var móða innan á einni eða tveimur rúðum“

Skipt um rúður í glerhjúp Hörpu

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Það var móða innan á einni eða tveimur rúðum,“ segir Halldór Guðmundsson, forstjóri tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu, í samtali við DV.is en vegfarendur sem farið hafa um Kalkofnsveg hafa tekið eftir stórum krana við tónlistarhúsið sem stendur við Austurbakka í Reykjavík.

„Það er verið að skipta um einhverjar örfáar rúður,“ segir Halldór en um viðhald á glerhjúpi Hörpu var að ræða sem er í ábyrgð og var verið að ganga frá síðustu rúðunum sem þurfti að skipta um vegna móðu sem hafði myndast í hjúpnum.

Heildarefniskostnaður við glerhjúp Hörpu var rúmir þrír milljarðar króna en í ágúst árið 2010 kom í ljós að glerhjúpurinn var gallaður og nam tjónið hundruð milljóna króna sem framleiðandi ábyrgðist.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.