„Þetta er svartur dagur í réttarfarssögu Íslands“

Ómari heitt í hamsi eftir atburði dagsins - Handtekinn í Gálgahrauni

Ómar Ragnarsson var borinn í gegnum hraunið af lögreglumönnum í morgun. Mynd DV. Sigtryggur Ari.
Ómar Ragnarsson var borinn í gegnum hraunið af lögreglumönnum í morgun. Mynd DV. Sigtryggur Ari.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Þetta er svartur dagur í réttarfarssögu Íslands,“ segir Ómar Ragnarsson sem var handtekinn af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í Gálgahrauni í morgun. Hann var einn af mótmælendum vegaframkvæmda í Gálgahrauni sem neituðu að yfirgefa framkvæmdasvæðið og komu í veg fyrir að hægt væri að hefja þar störf.

„Það er verið að eyðileggja hraunið með jarðýtu til að eyðileggja málatilbúnað til Hæstaréttar Íslands,“ segir Ómar Ragnarsson en farið hefur verið fram á lögbannskröfu á framkvæmdir í Gálgahrauni. „Lögbannskrafan byggist á því að ef hún verður ekki tekin til greina þá verður valdið óafturkræfum spjöllum. Þetta er siðaðra manna þjóðfélag sem gerir ráð fyrir svona. Með því að fara með jarðýturnar á hraunið þá ætla þessir menn í krafti valds og jarðýtna að valta yfir íslenskt réttarfar vegna þess að ef þeir fá að komast upp með það að eyðileggja hraunið svona þá dettur lögbannskrafan um sjálfa sig. Það er ekki hægt að krefjast lögbanns á gerðum hlut. Fyrir utan það að önnur mál eru enn í gangi,“ segir Ómar.

Hann segist ekki vera lemstraður eftir þessa handtöku. „Ég veitti enga mótspyrnu og gerði ekki neitt. Mér var aldrei sagt að ég mætti ekki gera það sem ég gerði. Ég bara labbaði þarna inn og settist niður.“

Lögreglan handtók rúmlega tuttugu mótmælendur við Gálgahraun sem hindruðu vegaframkvæmdir í hrauninu. Um leið og lögregla hafði fjarlægt mótmælendur fóru verktakar af stað á jarðýtu út í hraunið.

Sjá einnig: Ómar Ragnarsson handtekinn

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.