Í fastasvefni þegar sérsveitin braut upp hurðir

Sérsveitin lagði húsnæði hælisleitenda í rúst

Jamal, Robert og Bilal sváfu í herbergjum sínum þegar sérsveitin braut upp dyr og handtók þá.
Brotið og bramlað Jamal, Robert og Bilal sváfu í herbergjum sínum þegar sérsveitin braut upp dyr og handtók þá.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Íbúar voru í fastasvefni þegar sérsveit ríkislögreglustjóra réðst inn á heimili hælisleitenda í Auðbrekku í Kópavogi um klukkan hálf sex að morgni fimmtudagsins 26. september síðastliðinn. Sérsveitarmenn brutu upp dyr á herbergjum heimilisins og handtóku heimilismenn, alls fimmtán manns. Mennirnir fengu ekki að klæða sig áður en lögregla færði þá í varðhald á lögreglustöðinni Hverfisgötu, né heldur að taka með sér föt til skiptanna. Sumir þeirra voru því á nærbuxum einum fata þegar þeim var sleppt úr varðhaldi sex klukkustundum síðar. Einhverjir sáu sér ekki annað fært en að ganga um fimm kílómetra leið aftur upp í Kópavog. Þetta staðfestir lögmaður tveggja manna sem handteknir voru.

Öllum mönnunum fimmtán var sleppt úr haldi sama dag og þeir voru handteknir. Um var að ræða hælisleitendur sem höfðu fengið herbergjunum úthlutað af Reykjanesbæ sem er með húsnæðið á leigu. Heimildir DV herma að umræddir menn séu meðal annars frá Gana, Sómalíu, Sýrlandi, Albaníu og Palestínu. Þeir íbúar sem DV ræddi vissu ekki ennþá hvers vegna þeir höfðu verið handteknir.

Heimilið er í rúst eftir aðgerð sérsveitarinnar en velflestar hurðir húsnæðisins voru brotnar upp.
Flestar hurðir brotnar Heimilið er í rúst eftir aðgerð sérsveitarinnar en velflestar hurðir húsnæðisins voru brotnar upp.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, tjáir sig ekki um málið að öðru leyti en því að aðgerðin hafi verið gerð á grundvelli dómsúrskurðar. Spurður út í hörku sérsveitarinnar og hvort nauðsynlegt hafi verið að brjóta upp velflestar dyr hússins, segir Friðrik að allar aðgerðir lögreglu séu í „samræmi við aðstæður og eðli hvers máls fyrir sig.“

Helga Vala Helgadóttir er lögmaður tveggja manna sem handteknir voru af sérsveitinni. Hún segist ekki fá neinar skýringar á handtökunni frá lögreglunni.
Engar skýringar Helga Vala Helgadóttir er lögmaður tveggja manna sem handteknir voru af sérsveitinni. Hún segist ekki fá neinar skýringar á handtökunni frá lögreglunni.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Maður veltir því fyrir sér með mannréttindi þessara einstaklinga, hvort allt sé leyfilegt undir því yfirskini að um sé að ræða erlenda borgara?“ Þannig spyr Helga Vala Helgadóttir, lögmaður tveggja hælisleitenda frá Albaníu, sem handteknir voru í aðgerð sérsveitarinnar. Hún lýsir sögu annars skjólstæðings síns svona: „Hann var handtekinn á nærbuxunum og handjárnaður niður í gólf þar sem hann var látinn liggja í klukkutíma. Á meðan hann lá þarna var öskrað á hann og fleiri: „Hver á þessa tölvu og hvaða skór eru þetta? Stalstu þessum skóm auminginn þinn?“ Eftir það var hann leiddur á nærbuxunum út í bíl og geymdur í fangaklefa í sex klukkutíma án þess að fá að tala við lögmann eða túlk eða nokkurn einasta mann.“ Hún hefur ekki fengið neinar haldbærar útskýringar fyrir handtökunni þrátt fyrir að hafa ítrekað beðið um upplýsingar frá lögreglunni. Þeir íbúar sem DV hefur rætt við lýsa atburðum með svipuðum hætti en lesa má frásagnir þeirra í DV í dag.

Þetta er einungis brot úr greininni sem birtist í heild sinni í DV í dag. Áskrifendur geta lesið hana í heild sinni með því að smella á meira hér fyrir neðan

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing
Flestar hurðir brotnar Heimilið er í rúst eftir aðgerð sérsveitarinnar en velflestar hurðir húsnæðisins voru brotnar upp. Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.