„Bókstaflega allir á þessu“

Neysla á „molly“ aukist til muna á Íslandi

Mynd: Mynd Reuters.

 Neysla eiturlyfsins MDMA hefur aukist til muna á Íslandi. Það er Fréttatíminn sem greinir frá því en þar er efnið sagt kallað „molly“ á götunni. Er það sagt svipað dýrt og kókaín en það þýðir að skammturinn er að fara á fimmtán til tuttugu þúsund krónur samkvæmt verðkönnun SÁÁ.

MDMA er sagt virka efnið í E-pillum en er hreinna og stendur virknin yfir í fjórar til sex klukkustundir. Langvarandi neysla getur ýtt undir geðsjúkdóma, þunglyndi og kvíða.

„Það eru bókstaflega allir á þessu og virðast ekki átta sig á afleiðingunum,“ segir einn eigandi skemmtistaðar í Reykjavík í samtali við Fréttatímann sem vildi ekki láta nafn síns getið. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.