Vilborg kemur heim í kvöld

Hefur safnað rúmlega 11 milljónum

Suðurpólsfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir kemur til landsins seint í kvöld eftir tæplega þriggja mánaða leiðangur sinn á Suðurpólinn. 

Líkt og alþjóð veit náði Vilborg á Suðurpólinn 17. janúar síðastliðinn eftir 60 daga göngu. Síðustu daga hefur hún dvalið í suðurhluta Síle, Punkta Arenas. 

Líf styrktarfélag mun standa fyrir móttökuhátíð næsta sunnudag í anddyri Hörpu. Þar geta landsmenn fagnað afreki Vilborgar, heilsað upp á hana og skoðað búnað hennar. 

Vilborg safnaði áheitum fyrir Líf styrktarfélag Kvennadeildar Landspítalans meðan á göngunni stóð. Nú hafa safnast rúmlega 11 milljónir með beinum framlögum fólks og fyrirtækja. Enn er hægt að leggja söfnuninni lið með því að hringja í símanúmerið 908-1515 og dragast þá 1500 kr af símreikningi eða með frjálsum framlögum á www.lifsspor.is. Einnig er hægt að millifæra inná reikning Lífs styrktafélags 515-14-411000, kt 501209-1040.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.