Vilborg stendur sig vel: Á 110 km eftir á pólinn

Aðstæður til göngu eru erfiðar, nýsnævi, mikill vindur og lítið skyggni

Vilborg Arna Gissurardóttir á aðeins 110 km eftir í beinni loftlínu til að ná á Suðurpólinn, en sú vegalengd er um það bil jafn löng og vegalengdin frá Reykjavík til Hvolsvallar. Vilborg hefur þar með lagt ríflega 1000 km að baki á leið sinni um pólinn, en hún er fyrsti Íslendingurinn sem gengur einn og óstuddur á Suðurpólinn. Tilgangur ferðarinnar er meðal annars að safna áheitum fyrir Líf, styrktarfélag Kvennadeildar Landspítalans. 

Það gengur því vel hjá Vilborgu, en í gær náði hún þeim áfanga að komast inn á síðustu breiddargráðuna, að því er kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum hennar. Aðstæður til göngu eru erfiðar, nýsnævi, mikill vindur og lítið skyggni.

Að auki frýs allt sem frosið getur nema það sem er í hitabrúsanum, en Vilborg mun þó bera vel og segist ætla að njóta daganna sem eftir eru á pólnum eins og lesa má á bloggsíðu hennar www.lifsspor.is, en þar segir hún

„haeho. tad voru ohagstaed skilyrdi i dag vindur og litid skyggni. spain er svipud f morg. tad komu tvi 18 km i hus i dag en tad var lika mjog kalt og grimu vedur. en tad er samt astaeda til ad fagna. annars vegar skidadi eg inn a sidustu breiddargraduna og eg er lika buin ad rjufa 1000 km murinn. eg a eftir um 110 km i beinni loftlinu. eg takka kaerlega fyrir kvedjurnar og hvatninguna a lokasprettinum. lifssporskvedja“

Heita má á Vilborgu með því að hringja í síma 908 1515 og dragast þá 1500 kr af símreikningi eða með frjálsum framlögum inná heimasíðu hennar, www.lifsspor.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.