Vítisengill stunginn og annar skotinn

Óttast að spennan nái hámarki í kvöld

Mynd: Reuters

Mikill viðbúnaður er hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn eftir að félagi í Vítisenglum var skotinn og félaga hans fleygt úr bíl á ferð snemma í kvöld við Amager. Sá hafði verið stunginn með hníf. Annar þeirra mun vera háttsettur vítisengill.

Lögreglan hefur tekið sér varðstöðu við höfuðstöðvar Bandidos glæpasamtakanna sem og að höfuðstöðvum Vítisengla, en óttast þeir að átök milli samtakanna, sem hafa stigmagnast undanfarið, nái jafnvel hámarki í kvöld. Á miðvikudag var trukk ekið inn í höfuðstöðvar Bandidos í Kaupmannahöfn.Bíllinn var mannlaus, en múrsteinn hafði verið settur á bensíngjöf hans.

DR greinir frá.

Sjá einnig:

DV.is - Skotinn í lappirnar fyrir að kalla eldri meðlimi samtakanna „veikburða“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.