Vanræktur fjögurra ára drengur látinn búa í bílskúr

Mynd: Mynd BT

Fjögurra ára drengur fannst falinn undir teppi inni í bílskúr við heimili sitt á Helsingjaeyri í Danmörku á dögunum. Drengurinn var vanræktur og í slæmu líkamlegu ástandi þegar hann fannst en svo virðist sem að hann hafi verið látinn búa í bílskúrnum samkvæmt Berlinske Tidende.

Áður hafði barnavernd fjarlægt sex börn af heimilinu en svo virðist sem að enginn hafi vitað um tilvist drengsins fyrir utan foreldra hans.

Lögreglan á Helsingjaeyri fann drenginn fyrir tilviljun, en hún var að framkvæma húsleit á heimilinu í tengslum við sakamál.

Fjarlægja þurfti drenginn af heimilinu með lögregluvaldi, en foreldrar hans hafa verið ákærðir fyrir vanrækslu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.