Hópur Íslendinga handtekinn í Kaupmannahöfn

Fíkniefnamál sem teygir anga sína víða um Evrópu

Hópur Íslendinga er í haldi Danmörku vegna rannsóknar á fíkniefnamáli sem er sagt teygja anga sína víðsvegar um Evrópu. Lögreglan í Kaupmannahöfn verst allra fregna um málið en DV hefur heimildir fyrir því að aðgerðir lögreglu, vegna rannsóknar málsins, standi yfir. Engar upplýsingar voru að fá um málið frá lögreglunni á Íslandi.

Ekki liggur fyrir hversu margir Íslendingar eru í haldi vegna rannsóknarinnar en heimildir DV herma að sjö til átta manns sé að ræða. Samkvæmt heimildum DV hafa einhverjir hinna handteknu áður komist í kast við lögin vegna fíkniefnamisferlis.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.