„Reglubræðurnir eru mættir til leiks“

Finnst ráðning Baldurs á lögfræðistofuna Lex sérstök

„Þetta er eflaust í samræmi við lög en þetta er samt ansi sérstakt á að líta úr fjarlægð,“ segir Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna, þegar hann er inntur eftir viðbrögðum vegna fregna um að Baldur Guðlaugsson afpláni tveggja ára fangelsisdóm á áfangaheimilinu Vernd og starfi á daginn hjá lögmannsstofunni Lex.

„Það hafa fylgt því ýmsir erfiðleikar, fyrir fólk sem er dæmt, að fóta sig aftur í lífinu. En þarna er tekið á móti mönnum af verjendunum. Ég efast um að margir sakamenn hafi fengið vinnu hjá verjendum sínum eftir að hafa verið sakfelldir. Kannski nýtist það verjendum að hafa dæmdan brotamann í starfi.

Geir H. Haarde fékk vinnu á lögfræðistofu eftir að hann var dæmdur. Það virðist vera tröppugangur í samfélaginu að vera dæmdur af æðstu dómstólum og eiga greiða leið inn í lögfræðistéttina. Þetta er einhver ný tegund af því að hljóta uppreisn æru.

Reglan sér um sína. Menn þétta raðirnar og reglubræðurnir hafa endurunnið eiðinn. Reglan blífur alltaf. Reglubræðurnir eru mættir til leiks og það kæmi mér ekki á óvart að það ætti eftir að fjölga í hópnum,“ segir Björn Valur í samtali við DV.

Þetta er aðeins brot af umfjöllun DV um afplánun Baldurs. Áskrifendur geta lesið hana í heild inn á DV.is með því að smella á meira.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.