Fékk þrjá milljarða fyrir bréfin í Baugi

Seldi hlutabréf í Baugi fyrir 8 milljarða

Fjárfestingarfélagið Gaumur, sem var í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu, keypti hlutabréf í Baugi af Ingibjörgu Pálmadóttur fyrir um 3.000 milljónir króna í júní 2008. Lánveitingin fyrir kaupunum kom frá Kaupþingi. Um var að ræða hlutabréf í Baugi sem Ingibjörg, eiginkona Jóns Ásgeirs, átti persónulega. Þetta kemur fram í greinargerð sem lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Gísli Guðni Hall, skrifaði í skaðabótamáli þrotabús Baugs gegn fjárfestinum.

Gaumur hefur ekki skilað ársreikningi síðan árið 2007 þannig að ekki er hægt að benda á viðskiptin í opinberum gögnum um starfsemi Gaums. Viðskiptin með þessi hlutabréf Ingibjargar í Gaumi standa utan við kaup eignarhaldsfélagsins 1998 ehf. á hlutabréfum í Baugi í eigu eignarhaldsfélags Ingibjargar, ISP, fyrir 4.900 milljónir króna.

Þetta er aðeins brot úr greininni sem birtist í DV. Áskrifendur geta lesið hana í heild á DV.is með því að smella á meira.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.