„Drullusokkar,“ segir Gunnar Þórðarson

„Framkoma þeirra í okkar garð er fyrir neðan allar hellur“

Gunnar Þórðarson einn höfunda lagsins Þú og ég, kallar framleiðendur Svarts á leik, drullusokka í athugasemd við frétt um málaferli þeirra félaga í Hljómum vegna meints brots þeirra á sæmdarrétti flytjenda.

Lagið Þú og ég var endurhljóðblandað fyrir kvikmyndina en það var hljómsveitin Hljómar sem flutti það upphaflega og gerði frægt á sjöunda áratugnum. Lagið sjálft er eftir Gunnar Þórðarson og Ólaf Gauk.

Frank Hall endurhljóðblandaði lagið og notaðist við upprunalegu upptökuna.

Athugasemd Gunnars:

„Bara til upplýsingar.

Ég hef ekki skrifað undir neinn samning við framleiðendur myndarinnar.

Framkoma þeirra í okkar garð er fyrir neðan allar hellur.

Við höfum ekki, í okkar höndum eina krónu fyrir notkun á laginu.

Búnir að reyna að ná samningum,en ekkert gengur.

Höfundasamningar eru líka ófrágengnir.

Drullusokkar.

Tengdar fréttir:„Var ekki einu sinni boðið á myndina“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.