Í lífshættu eftir sprenginguna

Liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild

Mynd: DV

Maðurinn sem slasaðist af völdum sprengingarinnar í Ofanleiti er í lífshættu og liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans. Mikil mildi þykir að ekki hafi fleiri slasast enda var sprengingin gríðarlega öflug.

Slökkvistarfi er lokið og fer rannsóknardeild lögreglunnar með rannsókn málsins. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn sagðist engar upplýsingar geta gefið að svo stöddu um það hvað olli sprengingunni. Greint hefur verið frá því í öðrum fjölmiðlum að gaskútur hafi fundist í íbúðinni en í samtali við RÚV vildi Sigurbjörn Guðmundsson, aðstoðarvarðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu ekki staðfesta það.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.