Harmleikur í sumarhúsi

Karlmaður fannst látinn með skotsár

Mynd: © DV ehf / Stefán Karlsson

Karlmaður á fimmtugsaldri fannst látinn með skotsár í sumarbústað á Norðurlandi í gærkvöldi. Ekki er vitað um tildrög þess en lögreglan á svæðinu staðfesti við DV að ekkert saknæmt hafi átt sér stað. Samkvæmt heimildum DV ætlaði maðurinn til veiða.

Lögreglan vildi ekki veita neinar upplýsingar um málið þegar eftir því var leitað. Bæjarbúar eru harmi slegnir vegna atburðarins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa frétt.