Skaut í gólfið úr stórum veiðiriffli

Fær viðeigandi aðstoð vegna veikinda

„Það kom í ljós að þarna hafði veikur aðili verið að meðhöndla skopvopn með þessum afleiðingum,“ segir lögreglufulltrúinn Margeir Sveinsson hjá lögreglunni í Hafnarfirði um atvikið sem átti sér stað í Garðabæ síðdegis í gær.

Tilkynnt var um skothvell í einbýlishúsi þar í bæ og var lögregla og sérsveit kölluð til eins og greint var frá í gærkvöldi. Hverfinu var lokað um tíma og tugir lögreglumanna á vettvangi þegar mest lét. Maðurinn var handtekinn og vopnið haldlagt.

Maðurinn sem hleypti skotinu af hafði komist yfir stóran riffil og hleypt af skoti í gólf einbýlishússins. Að sögn Margeirs standa yfir viðtöl og skýrslutökur vegna málsins þar sem meðal annars mun skýrast hvort að um slysaskot hafi verið að ræða eða hvort maðurinn hafi skotið í gólfið af ásetningi. Margeir segir að rifflinum hafi ekki verið beint að neinum og býst hann við að í framhaldinu verði viðkomandi einstaklingi veitt viðeigandi aðstoð.

Sjá einnig:

Sérsveit kölluð til vegna skothvells.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið