Harmleikur í Lautasmára

Fall fram af svölum ekki rannsakað sem sakamál

Ekki er talið að það hafi borið að með saknæmum hætti þegar ungur maður féll fram af svölum á 11. hæð blokkar við Lautasmára í Kópavogi á þriðjudag samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Málið er því ekki rannsakað sem sakamál.

Tilkynnt var um að maður hefði fallið fram af svölum háhýsisins á þriðjudagsmorgun og voru lögregla og sjúkralið kölluð til. Maðurinn var samkvæmt fyrstu fregnum af atvikinu fluttur mjög alvarlega slasaður á slysadeild Landspítalans í Fossvogi þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa frétt.