Tom Cruise farinn af landi brott?

Sagður niðurbrotinn maður

Tvennum sögum fer af því hvort kvikmyndastjarnan Tom Cruise er enn við tökur á kvikmyndinni Oblivion hér á landi eða hvort hann er farinn til New York að freista þess að fá eiginkonu sína til að draga skilnaðarbeiðni sína til baka.

Sást Cruise í fyrsta skipti á Reykjavíkurflugvelli í dag eftir að fregnir bárust af því að eiginkona hans, Katie Holmes, fór formlega fram á skilnað frá stjörnunni en sú fregn hefur farið sem eldur í sinu um heimsbyggðina. Herma óstaðfestar fregnir fjölda frétta- og afþreyingarmiðla að beiðnin um skilnaðinn hafi komið Cruise algjörlega í opna skjöldu og hann sé niðurbrotinn maður fyrir vikið.

Cruise sást í þyrlu sem hóf sig á loft frá Reykjavíkurflugvelli nú síðdegis en ekki hefur fengist staðfest hvort hann var að fara af landi brott eins og allnokkrir erlendir miðlar vilja meina eða hvort hann var aðeins á leið aftur á tökustað fyrir norðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.