Sitjandi forseti með yfir helming atkvæða

Fyrstu tölur keimlíkar skoðanakönnunum

Fyrstu tölur í forsetakosningunum eru mjög í takti við skoðanakannanir sem birtar voru fyrir helgina. Ólafur Ragnar Grímsson mælist með 52,4 prósent sé tekið framreiknað meðaltal þeirra kjördæma sem birt hafa tölur hingað til. Hans helsti keppinautur, Þóra Arnórsdóttir, nýtur stuðnings 33,2 prósenta.

Er þetta mjög í takti við þær niðurstöður sem skoðanakannanir voru að gefa í aðdraganda kosninganna en öll kjördæmi landsins hafa nú gert fyrstu tölur opinberar nema eitt.

Fylgi annarra frambjóðenda er einnig í takti við kannanir síðustu dagana. Ari Trausti Guðmundsson hefur mælst með milli átta og rúmlega ellefu prósent, Herdís Þorgeirsdóttir fengið tæplega þrjú prósent og sömuleiðis Andrea J. Ólafsdóttir. Hannes Bjarnason mælist með um eins prósenta fylgi

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.