Ólafur Ragnar eini sem ekki telur þörf á siðareglum

76 prósent lesenda DV telja siðareglur nauðsynlegar

Mynd: Mynd Sigtryggur Ari Jóhannsson

Langflestir eru ósammála Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, þegar kemur að því hvort setja eigi siðareglur fyrir embætti forseta. Ólafur hefur þráast við að setja sjálfum sér og embættinu siðareglur þrátt fyrir að rannsóknarnefnd Alþingis telji það mikilvægt. Í spurningum sem lesendur DV.is svöruðu um áherslur sínar gagnvart forsetaembættinu og ýmissa mála sem tengjast því sögðust telja 76 prósent að embættið eigi að setja sér slíkar reglur.

Ólafur Ragnar er einnig eini frambjóðandinn til embættis forseta núna sem er ekki sammála því að setja eigi embættinu siðareglur. Hann svaraði „hvorki né“ við fullyrðingunni að það væri mikilvægt að embætti forseta Íslands yrðu settar skýrar siðareglur í spurningakönnuninni. Aðrir frambjóðendur svöruðu ýmist því að þeir væru sammála eða mjög sammála fullyrðingunni. Ólafur Ragnar hefur bent á, meðal annars á Beinni línu á DV.is, að hann telji ákvæði stjórnarskrárinnar nógu skýr til að þau gildi sem siðareglur fyrir forsetaembættið.

Enn er hægt að taka prófið og komast að því hvaða frambjóðandi hefur sömu eða svipaða sín á embættið og þú. Hægt er að taka prófið hér.

Ítarlega er fjallað um afstöðu þjóðarinnar og forsetaframbjóðendanna sex í helgarblaði DV.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.