Nítján þúsund manns hafa kosið í Reykjavík

Lakari kjörsókn nú en í þingkosningunum 2009

Mynd: Mynd Sigtryggur Ari Jóhannsson

Kjörsókn hefur verið jöfn og þétt í Reykjavík það sem af er degi, samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórn. Allt gengur vel og sagði Katrín Theodórsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, að það væri rólegt og afslappað andrúmsloft.

Tæplega tíu þúsund manns höfðu núna klukkan 14.00 greitt atkvæði í Reykjavíkurkjördæmi norður og tæplega níu þúsund í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kjörsókn í kjördæmunum tveimur er á bilinu 19,84 til 22,28 prósent. Það er heldur minna en á sama tíma í Alþingiskosningunum 2009.

Samkvæmt nýjustu tölum úr Suðvesturkjördæmi, sem eru frá því klukkan 13.00, hafa 10.240 einstaklingar kosið. Það samsvarar um 16,5 prósent kjörsókn í kjördæminu.

Mikil þátttaka hefur verið í utankjörfundaratkvæðagreiðslum víða um land og höfðu yfir 35 þúsund manns greitt atkvæði í kosningunum á föstudag. Allir frambjóðendur að Hannesi Bjarnasyni undanskildum hafa skilað inn sínum atkvæðum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.