Flestir líta til Vigdísar sem fyrirmyndar

Þóra eini frambjóðandinn sem gaf upp hvaða forseti væri fyrirmynd

Mynd: Mynd Sigtryggur Ari Jóhannsson

Flestir líta til Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, þegar þeir eru beðnir um að benda á hvaða forseta þeir líta á sem fyrirmynd fyrir embættið. Í spurningum sem lesendur DV.is svöruðu um áherslur sínar gagnvart forsetaembættinu og ýmissa mála sem tengjast því sögðu 50 prósent að þeir litu til Vigdísar sem fyrirmyndar.

Ólafur Ragnar Grímsson, núverandi forseti, var valinn af 14 prósentum þeirra sem svöruðu spurningunum. Jafn margir sögðust líta til Kristjárns Eldjárn sem fyrirmyndar. Næst stærsti hópur svarenda, 20 prósent, vildu hinsvegar ekki svara þessari spurningu. Það voru almennt fleiri sem ekki voru tilbúnir að svara þessari spurningu en öðrum spurningum sem spurðar voru.

Aðeins Þóra Arnórsdóttir af forsetaframbjóðendunum sex gaf upp afstöðu sína til þess hvaða forseta hún horfði til sem fyrirmyndar. Hún sagðist líta til Vigdísar sem fyrirmyndar.

Enn er hægt að taka prófið og komast að því hvaða frambjóðandi hefur sömu eða svipaða sín á embættið og þú. Hægt er að taka prófið hér.

Ítarlega er fjallað um afstöðu þjóðarinnar og forsetaframbjóðendanna sex í helgarblaði DV.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.