Dorrit: Best að grínast ekki á kjörstað

Þóttist ekki hafa ákveðið sig

Hvernig kaustu í forsetakosningunum?

Sjá niðurstöður

Forsetafrúin Dorrit Moussaieff brá á leik þegar hún fór til kosninga á kjörstað í morgun. Dorrit þóttist ekki vera búin að ákveða hvern hún myndi kjósa, og tók sér dágóðan tíma í ákvörðunina inni í kjörklefanum, samkvæmt frétt Vísis.is, sem sagði að forsetafrúin hefði verið óákveðin á kjörstað.

Dorrit hefur tjáð sig um atvikið á Facebook-síðunni sinni. „Góðlátlegt grín sem ég sagði hlæjandi er orðið að frétt á vísi.is um að ég hafi farið óákveðin inn í kjörklefann! Sennilega best að vera ekki að grínast mikið á kjörstað!“ segir forsetafrúin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.